Úrslit og verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2024

28.02.2024

Úrslit Lífshlaupsins eru komin inn á heimasíðuna.

Fulltrúar frá vinnustöðum, hreystihópum 67+ og skólum er boðið að taka á móti sínum verðlaunum í hádeginu 1, mars kl. 12:10 í fundarsölum B og C í Laugardalnum, Engjavegi 6, 104, 3. hæð. Gefnir eru verðlaunaplattar fyrir 1. - 3. sæti í dögum og mínútum en grunnskólar frá verðlaunaplatta fyrir daga. Súpa í boði. Látið vita með mætingu á lifshlaupid@isi.is. Ef einhverjir komast ekki verða plattarnir sendir með pósti

Alls tóku 16.475 landsmanna þátt í 1.448 liðum sem hreyfðu sig í 16.595.425 mínútur í 210.388 daga.

Í ár var búinn til nýr keppnisflokkur, Hreystihópar 67+, þannig að nú geta "Allir" verið með í Lífshlaupinu. Það voru 550 þáttakendur í ár og ÍSÍ býst við að það verði ennþá fleiri sem muni bætast í hópinn á næsta ári


Takk fyrir frábæra keppni.