Tölfræði Lífshlaupsárið 2015-2016
163876

DAGAR

10003664

MÍNÚTUR

Lífshlaupið
Lífshlaupið
Lífshlaupið

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 02.03.2015

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins sl. föstudag þar sem fulltrúar frá grunn- og framhaldsskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. 

Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, ávarpaði gesti og fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhendi sigurvegurum í öllum flokkum verðlaunaplatta. 

Góða þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendum voru rúmlega 12.000 en 406 vinnustaðir með 1349 lið voru skráð til leiks. Fín þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 34 skólar skráðu 412 bekki með 7.539 nemendur til leiks. Alls tóku 13 framhaldsskólar þátt með 662 þátttakendur. Tæplega 900 þátttakendur eru í einstaklingskeppninni og er heildarfjöldi þátttakenda í Lífshlaupinu um 21.000.

Myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá inn á síðu Lífshlaupsins á Facebook.

Um leið og við þökkum fyrir frábæra þátttöku hvetjum alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefinn til þess að halda utan um sína hreyfingu. En á hverju Lífshlaupsári gefst þátttakendum í einstaklingskeppninni kostur á að vinna sér inn brons-, silfur-, gull-, og platínumerki eftir að þeir hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Nánari upplýsingar eru hér vinstra megin í valstikunni undir Einstaklingskeppni

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og samstarfsaðilar óska öllum lífshlaupurum til hamingju með árangursríkt og ánægjulegt Lífshlaup.


Lífshlaupið   Fleiri fréttir

Staðfest úrslit 26.02.2015

Nánar

Skráningu lokið 26.02.2015

Þá er búið að loka fyrir skráningu. Úrslit verða birt eftir kl. 14 í dag fimmdudaginn 26. febrúar.

Nánar

Loka dagur til að skrá hreyfingu á, er í dag í vinnustaðakeppninni 24.02.2015

Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna, bæði &iacut ...

Nánar


Allar fréttir

Innskráning

Nýskráning / Gleymt lykilorð

Facebook


Skemmtilegir leikir - glæsilegir vinningar


ÍSÍ og samstarfsaðilar standa fyrir skráningar- og myndaleik. Með því að skrá þig, vinnustaðinn eða skólann til leiks ert þú kominn í pott og gætir unnið glæsilega vinninga. Fylgstu með á Facebook síðunni okkar, Instagram undir #lifshlaupid og hlustaðu á Virka morgna á Rás 2.