Tölfræði Lífshlaupsárið 2015-2016
163870

DAGAR

10003244

MÍNÚTUR

Lífshlaupið
Lífshlaupið
Lífshlaupið

Bronsmerki - á leiðinni. 22.04.2015

Erum að bíða eftir að fá merkin úr framleiðslu til að geta sent þeim aðilum sem þegar hafa náð þeim árangri að hafa hreyft sig í að minnsta kosti 60 mínútur á dag í 42 daga það sem af er Lífshlaupsárinu. 

Nú þegar hafa 187 einstaklingar náð bronsmerki Lífshlaupsins í einstaklingskeppni Lífshlaupsins sem er aðvitað í fullum gangi. Hver sem er getur farið inn á vef Lífshlaupsins og skráð inn sína hreyfingu. Til að ná bronsmerki þurfa fullorðnir að ná a.m.k. 30 mínútna hreyfingu og börn a.m.k. 60 mínútna hreyfingu á dag í 42 daga sem er hægt að ná á 6 vikum.

Til að ná silfurmerki þarf að skrá hreyfingu í 152 daga sem er hægt að ná á 3 mánuðum og til þess að ná gullmerki þarf að skrá hreyfingu í 252 daga sem er hægt að ná á 9 mánuðum. 

Þegar þú hefur náð þeim lágmörkum sem sett eru fyrir hver verðlaun færðu tilkynningu sem er send á netfangið þitt og við sendum þér viðkomandi merki ásamt viðurkenningarskjali í pósti. Ein eins og áður sagði erum við að bíða eftir að fá merkin úr framleiðslu. Sendum þau út um leið og þau koma í hús.  

Hægt er að skrá inn og skoða sína hreyfingu hvenær sem er, allt árið inn á vef Lífshlaupsins.

 


Lífshlaupið   Fleiri fréttir

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 02.03.2015

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins sl. föstudag þar sem fulltrú ...

Nánar

Staðfest úrslit 26.02.2015

Nánar

Skráningu lokið 26.02.2015

Þá er búið að loka fyrir skráningu. Úrslit verða birt eftir kl. 14 í dag fimmdudaginn 26. febrúar.

Nánar


Allar fréttir

Innskráning

Nýskráning / Gleymt lykilorð

Facebook


Skemmtilegir leikir - glæsilegir vinningar


ÍSÍ og samstarfsaðilar standa fyrir skráningar- og myndaleik. Með því að skrá þig, vinnustaðinn eða skólann til leiks ert þú kominn í pott og gætir unnið glæsilega vinninga. Fylgstu með á Facebook síðunni okkar, Instagram undir #lifshlaupid og hlustaðu á Virka morgna á Rás 2.