Tölfræði Lífshlaupsárið 2015-2016
163617

DAGAR

9985184

MÍNÚTUR

Lífshlaupið
Lífshlaupið
Lífshlaupið

Staðfest úrslit 26.02.2015

Grunnskóla-, framhaldsskóla- og vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er lokið í áttunda sinn. Góð þátttaka var í verkefninu í ár en um 21.000 einstaklingar voru skráðir til leiks. Alls voru 406 vinnustaðir skráð með 12.073 liðsmenn til leiks, 34 grunnskólar skráðir með 7.539 nemendur til leiks og 13 framhaldsskólar með 662 einstaklinga.

Sjá má staðfest úrslit hér á síðunni með því að fara undir viðeigandi keppni. 

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram föstudaginn 27. febrúar, í hátíðarsal KSÍ 4. hæð í Laugardalnum kl. 12:10.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.  Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Lífshlaupið hófst 5. febrúar, grunnskóla-, og framhaldsskólakeppninni lauk 17. febrúar en vinnustaðakeppninni lauk 24. febrúar. Lífshlaupið hefur í gegnum tíðina skapað mikla stemmingu inn á vinnustöðum/skólum og eru margir vinnustaðir sem nota verkefnið til þess að efla andann á vinnustaðnum samhliða þess að auka hreyfingu starfsmanna.

Að vinnustaðakeppninni lokinni geta einstaklingar haldið áfram að skrá niður sína hreyfingu og taka þeir þá þátt í einstaklingskeppninni sem er í gangi allt árið. Þar geta einstaklingar unnið til bronsmerkis með að hreyfa sig í 42 daga, silfurmerki með að hreyfa sig í 156 daga, gullmerki með að hreyfa sig í 252 daga og platínumerki með að hreyfa sig 335 daga.

Á vefnum geta einstaklingar einnig skráð niður matardagbók og aðrar upplýsingar sem tengjast heilsufari. Lífhlaupið er góð leið til að halda utanum heilsu sína og hreyfingu.

Enn er hægt að skrá sig til leiks í einstaklingskeppninni www.lifshlaupid.is

https://www.facebook.com/lifshlaupid

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, advania, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og opnunina gefur Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma 514-4021 / 86888018 og á netfangið sigridur@isi.is


Lífshlaupið   Fleiri fréttir

Skráningu lokið 26.02.2015

Þá er búið að loka fyrir skráningu. Úrslit verða birt eftir kl. 14 í dag fimmdudaginn 26. febrúar.

Nánar

Loka dagur til að skrá hreyfingu á, er í dag í vinnustaðakeppninni 24.02.2015

Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna, bæði &iacut ...

Nánar

Fyrsta vikan rúllar vel af stað 11.02.2015

Nánar


Allar fréttir

Innskráning

Nýskráning / Gleymt lykilorð

Facebook


Skemmtilegir leikir - glæsilegir vinningar


ÍSÍ og samstarfsaðilar standa fyrir skráningar- og myndaleik. Með því að skrá þig, vinnustaðinn eða skólann til leiks ert þú kominn í pott og gætir unnið glæsilega vinninga. Fylgstu með á Facebook síðunni okkar, Instagram undir #lifshlaupid og hlustaðu á Virka morgna á Rás 2.