Einstaklingskeppni


Hægt er að skrá sig í einstaklingskeppnina hvenær sem er allt árið.
Einfalt er að búa til notanda, skrá sig inn og byrja að skrá hreyfinguna sína.
Svo má auðveldlega fylgjast með hreyfinguni allt árið.

Þú getur bæði tekið þátt í grunnskólakeppninni, ef þú ert 15 ára og yngri eða í framhaldsskóla- og vinnustaðakeppninni, ef þú ert 16 ára og eldri og skráð inn þína hreyfingu samhliða.

Um leið og þú skráir inn þína hreyfingu telur sú skráning fyrir liðið þitt.


 
Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur?
Allir geta tekið þátt í Lífshlaupinu.

Hvað má skrá?
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Hvað er miðlungserfið og erfið hreyfing? Svarið færðu undir "Hreyfiráðleggingar" hér til hliðar. 

Hvað má ekki skrá? 
Ekki er heimilt að skrá þá hreyfingu sem fellst í starfi einstaklinga. Til dæmis ef einstaklingur vinnur við það að bera út póst 8 klukkustundir á dag er honum ekki heimilt að skrá 8 klukkustundur í göngu fyrir þann dag.

Hvaða starfsmannafjölda á að gefa upp?
Skrá á þann starfsmannafjölda sem launadeild viðkomandi vinnustaðar hefur á launaskrá þegar keppni hefst, óháð starfshlutfalli. Ef einhverjir starfsmenn eru í orlofi eða námsleyfi á þeim tíma sem Lífshlaupið fer fram má draga þann fjölda frá. 

Framlag hvers og eins telur:
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp með það að markmiði að framlag hvers og eins telur, ef starfsmaður skráir einn dag þá telur það. 

Allt er betra en ekkert!


Lífshlaupsárið nær frá upphafsdegi Lífshlaupsins ár hvert að upphafsdegi Lífshlaupsins árið á eftir.
Á hverju Lífshlaupsári gefst þátttakendum í einstaklingskeppninni tækifæri til að vinna sér inn brons, silfur, gull eða platínu verðlaun í formi rafrænnar viðurkenningar. Það má skrá hvaða dag sem er.

Brons: 
Til að ná bronsmerki þarf að skrá a.m.k. 60 mínútna hreyfingu 15 ára og yngri og 30 mínútna hreyfingu 16 ára og eldri í 42 daga sem er hægt að ná á 6 vikum.

Silfur: 
Til að ná silfurmerki þarf að skrá a.m.k. 60 mínútna hreyfingu 15 ára og yngri og 30 mínútna hreyfingu 16 ára og eldri í 156 daga sem er hægt að ná á 5 og hálfum mánuði.

Gull: 
Til að ná gullmerki þarf að skrá a.m.k. 60 mínútna hreyfingu 15 ára og yngri og 30 mínútna hreyfingu 16 ára og eldri í 252 daga sem er hægt að ná á 9 mánuðum.

Platína: 
Til að ná platínumerki þarf að skrá a.m.k. 60 mínútna hreyfingu 15 ára og yngri og 30 mínútna hreyfingu 16 ára og eldri í 335 daga sem er hægt að ná á 11 mánuðum.

Þegar þú hefur náð þeim lágmörkum sem sett eru fyrir hvern flokk færðu rafræna viðurkenningu senda á netfangið þitt