Hreystihópar 67+


Hér fyrir neðan má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um keppnishópinn Hreystihópar 67+.

Þetta er nýr keppnisflokkur og er í þróun. Vinsamlegast verið þolinmóð ef eitthvað er ekki að virka sem skyldi og látið vita hvað þarf að laga á netfangið lifshlaupid@isi.is 

Keppt verður í fimm flokkum eftir fjölda einstaklinga í hópnum. Keppt er bæði um fjölda daga og fjölda mínútna hlutfallslega miðað við heildarfjölda einstaklinga í hópnum. 

1-9 liðsmenn
10-29 liðsmenn
30-69 liðsmenn
70-149 liðsmenn
150+ liðsmenn

Þeir hópar sem eru í þremur efstu sætunum í hverjum flokki fá verðlaunagripi fyrir árangur sinn.

Taktu þátt og skráðu þig til leiks ATH. Mundu að haka í Hreystihópar 67+

Hvernig skrái ég mig til leiks í vinnustaðakeppninni?

  • Byrjar á því að fara í Mínar síður uppi í hægra horninu.
  • Velur "Nýskráning - einstaklingur".
  • Velur þér notendanafn og lykilorð ásamt því að setja inn netfang og smellir svo á "Stofna aðgang" (Ef þú átt aðgang að Hjólað í vinnuna getur þú notað hann).
  • Ljúktu við skráningu með því að fylla inn umbeðnar upplýsingar og smelltu á "Klára skráningu og halda áfram".
  • Nú getur þú byrjað að skrá hreyfinguna þína. En til þess að taka þátt í Hreystihópar 67+ keppninni þarft þú að ganga í lið (muna að haka í Hreystihópar 67+).
  • Smelltu á flipann "Liðin mín". Þar getur þú gengið í lið sem er búið að stofna eða stofnað nýtt lið og síðan gengið í það. Ef að þú finnur ekki Hreystihópinn þinn getur þú farið í "Stofna Hreystihóp" og stofnað lið og gengið svo í það.
  • Þú verður sjálfkrafa liðsstjóri í því liði sem þú stofnar. Þegar fleiri hafa skráð sig í liðið getur þú sett fleiri sem liðsstjóra en þig. Liðsstjórar þurfa að samþykkja liðsmenn.
  • Ef þú vilt ganga úr liði sem þú ert liðsstjóri í þarftu að vera búin(n) að setja einhvern annan sem liðsstjóra áður en þú gengur úr liðinu og í nýtt lið.
  • Ef þú ert liðsstjóri og skráir liðsmenn inn handvirkt (Einstaklingurinn stofnar sér ekki sjálfur aðgang og gengur í liðið) þarft þú að sjá um að skrá alla hreyfingu fyrir viðkomandi.

Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur?

Flokkurinn heitir hreystihópar 67+ þar sem miðað er við formlegan eftirlaunaaldur. En allir sem eru 60 ára og eldri geta skráð sig í þennan hóp, þar sem félög eldri borgara eru opin öllum sem náð hafa 60 ára aldri. 

Hvað má skrá?
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Hvað er miðlungserfið og erfið hreyfing? Svarið færðu undir "Hreyfiráðleggingar" hér til hliðar. 

Hvað má ekki skrá? 
Ekki er heimilt að skrá þá hreyfingu sem fellst í starfi einstaklinga. Til dæmis ef einstaklingur vinnur við það að bera út póst í 8 klukkustundir á dag er honum ekki heimilt að skrá 8 klukkustundur í göngu fyrir þann dag.

Hvaða fjölda á að gefa upp?
Skrá þann fjölda þátttakenda sem eru virkir í hópnum. 

Framlag hvers og eins telur:
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp með það að markmiði að framlag hvers og eins telur, ef starfsmaður skráir einn dag þá telur það. 

Allt er betra en ekkert!

Hlutverk liðsstjóra felast í því að halda utan um liðið sitt á einn eða annan hátt. 

Liðsstjóri sér um að skrá liðið til þátttöku og hvetja sína liðsmenn til dáða. Liðsstjóri samþykkir liðsmenn.
Liðsstjóri er tengiliður sinna liðsmanna við umsjónarmenn átaksins.
Mikilvægt er að liðsstjóri komi öllum helstu upplýsingum frá umsjónaraðilum Lífshlaupsins áfram til sinna liðsmanna og sé sjálfur vakandi fyrir öllum þeim upplýsingum sem berast. 

Á vefnum er auðvelt að fylgjast með árangri mismunandi liða.

Dæmi um útreikninga miðað við starfsmannafjölda
Hreystihópurinn “Lukka” skráir sig til leiks í Lífshlaupið. 30 af 50 liðsmönnum Lukku hafa ákveðið að taka þátt.
Þessir 30 liðsmenn eru mjög duglegir að hreyfa sig og þegar keppni lýkur hafa þeir hreyft sig í samtals 50.000 mínútur og 390 daga.
En hjá Hreystihópnum Lukku eru 50 þátttakendur og voru því 20 sem ekki tóku þátt. 

Þegar hlutfall daga og mínútna er reiknað út fyrir Hreystihópinn er því notast við heildarfjölda þátttakenda.  

Hlutfall daga: 390 dagar / 50 liðsmenn hóps = 7,8 dagar að meðaltali á liðsmann.

Hlutfall mínútna: 50.000 min / 50 liðsmenn = 1.000 minútur að meðaltali á liðsmann.

Af þessu sést að sú tala sem á að skrá í “fjöldi liðsmanna” þegar hreystihópurinn er skráður til leiks er HEILDARFJÖLDI LIÐSMANNA SEM TILHEYRIR HÓPNUM en ekki bara sá fjöldi sem tekur þátt í Lífshlaupinu.

Dæmi um útreikninga á sætaröðun liða innan hreystihópa
Ef smellt er á hvern og einn hreystihóp undir staða, má sjá öll liðin sem taka þátt. Liðin raðast upp í röð eftir hlutfalli daga, en hægt er að raða þeim upp eftir hlutfalli mínútna líka með því að smella á þátttökuhlutfall sem er lengst til hægri.

Undir Hreystihópnum Lukka eru skráð þrjú lið, öll með 10 liðsmönnum. Liðið “Lukka 1” hefur hreyft sig samtals í 10.000 mínútur og 150 daga.
Hlutfall daga og mínútna reiknast þá svona:

Hlutfall daga: 150 dagar / 10 liðsmenn = 15 dagar að meðaltali á liðsmann

Hlutfall mínútna: 10.000 mínútur / 10 liðsmenn = 1.000 mínútur að meðaltali á liðsmann

Eftir þessum hlutföllum raðast svo liðin þrjú í sæti undir hreystihópnum.

Af þessu sést að mjög mikilvægt er að allt sé rétt og heiðarlega skráð svo að úrslitin verði rétt í lok keppninnar.

Hér finnur þú skráningarblöð sem prenta má út.

Skráningarblöð 2024.pdf

Dagatal Lífshlaupsins

Dagatal 2024.pdf