Fréttir

Skrifað af: linda
11.02.2020

Engin 5 daga regla ofl.

Ákveðið var að taka 5 daga regluna út öllum þáttakendum til hagræðingar. Ekki var hægt að aðskilja skólana frá vinnustöðunum og margir skólar í vetrarfríi á þessum tíma og lentu í tímaþröng og stressi. Ekki viljum við auka á stressið og þess vegna var sú ákvörðun tekin að taka þessa reglu út.

Lesa meira
Skrifað af: linda
06.02.2020

Skráningarleikur Lífshlaupsins og Rás2 er í fullum gangi

Á hverjum virkum degi eru dregnir út heppnir þátttakendur sem hafa skráð sig til keppni og fær viðkomandi glaðning frá einum af styrktaraðilum Lífshlaupsins. Nöfn vinningshafa verða lesin upp í Þættinum Morgunverkin á Rás2.

Lesa meira
Skrifað af: linda
05.02.2020

Setningarhátíð Lífshlaupsins í Skarðshlíðarskóla

Mikil gleði ríkti í Skarðshlíðarskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í þrettánda sinn. Ingibjörg Magnúsdóttir skólastýra bauð gesti velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu svo gesti áður en þau kepptu í skemmtilegum þrautum sem Ana og Viktor, íþróttakennarar skólans stýrðu af mikilli snilld

Lesa meira
1...232425...59