Nýtt lífshlaupsár hefst 3. febrúar.

29.01.2016

Nú styttist í að nýtt lífshlaupsár hefjist. Við vonum að ykkur líki vel við nýja vefinn, ef að það koma upp einhver vandamál í tengslum við skráningu ekki hika við að hafa samband við okkur. Skráning hefur farið vel af stað. Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur að hvetja ykkar samferðarmenn til að taka þátt í verkefninu.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

Nú er ekki hægt að skrá heimilisþrif lengur. Við vonum að það komi ekki niður á heimilum ykkar og það verði allt í drasli þar í febrúar.

5 daga regla. Í vinnustaða- og skólakeppnunum hefur verið hægt að skrá hreyfingu 10 daga aftur í tímann. Nú hefur verið gerð breyting á því og er einungis hægt að skrá 5 daga aftur í tímann. Þetta er gert til þess að hvetja fólk til að skrá hjá sér hreyfinguna jafnt og þétt yfir tímabilið.

Hér á síðunni er hægt að senda inn myndir, myndbönd og frásagnir. Gaman væri að fá frá ykkur efni. Alltaf er gaman að heyra skemmtilegar sögur frá ykkur. Afhverju er þinn vinnustaður með? hvernig er þín upplifun af verkefninu? og skemmtilegar sögur af samstarfsfólki.