Uppfært - Tölfræðin er komin í lag! Verið er að vinna í að sýna tölfræðina rétta

03.02.2016

Eins og er, er birtingin ekki rétt miðað við keppnina. Endilega haldið samt áfram að skrá ykkur til leiks og skrá stigin ykkar. Athugið að aðgangur þinn að gömlu síðunni er ekki virkur á nýju síðunni.

Allir sem ætla að vera með í vinnustaðakeppninni ættu að stofna sér aðgang og tengja sig svo vinnustaðnum sínum með því að ganga í lið sem búið er að stofna þar. Ef vinnustaðurinn er ekki til þá er um að gera að stofna hann inn og stofna svo lið og hvejta alla til að ganga í lið.

Þeir grunnskólar sem ætla að vera með í grunnskólakeppninni þurf að fara í "Nýskráning - umsjónarmaður skóla" og fylla út umbeðnar upplýsingar um skólann. Svo má stofna inn þá bekki sem ætla að taka þátt. Munið að hefa notendanafnið tengt skólanum og dreifa því svo á kennarana svo allir geti skráð hreyfingu á sinn bekk.

Þeir skólar sem ætla að vera með í framhaldsskólakeppninni þurf að fara í "Nýskráning - umsjónarmaður skóla" og fylla út umbeðnar upplýsingar um skólann. Svo má stofna inn þau lið sem ætla að taka þátt. Athugið að best er að láta nemendur stofna sér sinn eigin aðgang og þau ganga svo í liðið sem viðkomandi ætlar að vera í. Nemendur sjá þá sjálfir um að skrá hreyfinguna sína.