Gott að hafa í huga

04.02.2016

Nú þegar Lífshlaupið er hafið er gott að fara vel yfir reglur verkefnisins.

Við viljum vekja athygli á því að nú er ekki leyfilegt að skrá heimilisþrif eða bílaþvott sem hreyfingu eins og verið hefur.
5 daga regla í vinnustaða- og skólakeppni, nú er aðeins hægt að skrá fimm daga aftur í tímann í þessum keppnum en ekki 10 daga eins og verið hefur. Því er um að gera að skrá hreyfingu sína jafnt og þétt. Síðan er aðgengileg í öllum snjalltækjum og því ætti ekki að vera neitt vandamál að skrá inn jafnt og þétt.

Skráningarleikur er í gangi meðan á verkefninu stendur og hafa allir sem eru skráðir til leiks möguleika á því að vera dregnir út. Vinningshafarnir eru tilkynntir í virkum morgnum á Rás2, facebook og heimasíðunni.

Deilið með okkur myndum á Instagram og notið #lifshlaupid til að merkja myndirnar. Við minnum á facebook.com/lifshlaupid síðu verkefnisins.

Á heimasíðunni er hægt að deila myndum, frásögnum og myndböndum. Því væri virkilega gaman að heyra frá ykkur og sjá hverning stemmingin er á ykkar vinnustað/skóla.