5 daga reglan - ATHUGIÐ

05.02.2016

Þar sem enn er verið að nýskrá sig til leiks í allar keppnir hefur verið ákveðið að 5 daga reglan taki ekki gildi fyrr en 12. febrúar. Þetta er gert til þess að þeir sem nýskrá sig í næstu viku geti skráð hreyfingu alla daga keppninar fram að 12. febrúar. Eftir 12. febrúar tekur 5 daga reglan gildi.  

5 daga reglan
Aðeins er nú hægt að skrá hreyfingu 5 daga aftur í tímann í stað 10 daga áður.
Það er því mikilvægt að skrá hreyfinguna jafnt og þétt á meðan á keppni stendur.

Endilega verið dugleg að hvetja fólk í kringum ykkur til þess að taka þátt í Lífshlaupinu.