Sendu inn efni

09.02.2016

Það er alltaf gaman að fá að sjá skemmtilegar myndir/myndbönd eða heyra skemmtielga frásögn frá ykkur af ykkar upplifun af Lífshlaupinu. Með tilkomu þessarar nýju síðu er hægt að senda inn efni. Leyfði okkur að fylgjast með hvað þið eruð að gera.
Minnum einnig á að nota ‪#‎lifshlaupid á Instagram‬.

Neðst á síðunni er hægt að taka þátt í stuttri könnun. 

Enn er hægt að skrá sig til leiks og skrá hreyfingu frá því 3. febrúar. 5 daga reglan tekur gildi á fösudaginn 12. febrúar. Því er um að gera að drífa sig að skrá sig til leiks og benda samferðafólki sínu á þetta verkefni.