Lífshlaupsstemmning í Oddeyrarskóla

16.02.2017

Mikil stemmning hefur verið í Oddeyrarskóla vegna Lífshlaupsins, jafnt hjá nemendum sem starfsliði skólans. Þess ber glöggt merki í allri tölfræði hjá keppendum í skólanum en 195 nemendur skólans hafa hreyft sig í yfir 220 þúsund mínútur á 1749 hreyfingadögum. Starfsliðið hefur einnig tekið vel á því og 45 starfsmenn hafa hreyft sig í yfir 41 þúsund mínútur á 530 hreyfingadögum og hafa enn tæpa viku til að bæta um betur.

       

 

Hafdís Bjarnadóttir heimilisfræðikennari í Oddeyrarskóla deildi með okkur eftirfarandi frásögn í máli og myndum:

Starfsfólk Oddeyrarskóla hefur eins og nemendur tekið fullan þátt í Lífshlaupinu. Það hefur verið mikil stemning í húsinu og bryddað hefur verið upp á ýmsum uppákomum í tengslun við verkefnið. T.d. hittist starfsmannahópurinn einu sinni í viku í íþróttahúsi skólans og fer í blak, jóga, bandý og ýmsa leiki. Gönguhópur er starfræktur og gengur hann tvisvar sinnum í viku á Lífshlaupstímabilinu. Kaffistofa starfsmanna var skreytt við upphaf Lífshlaups og hefur heilsueflingarnefnd skólans staðið fyrir áskorun vikunnar þar síðustu vikur. Þar má m.a. nefna liðleikamælingu, að fara í kringum hest án þess að snerta gólf og stangarsnúning. Allar þessar uppákomur hafa vakið mikla kátínu og styrkt starfsandann mjög :) 

Við þökkum Hafdísi kærlega fyrir frásögnina og myndirnar en skoða má fleiri myndir frá Oddeyrarskóla undir á myndasíðunni hér á heimasíðunni.