Vinningshafar í myndaleik og vinnustaðastemmning

07.03.2017

Fjölmargar myndir bárust í myndaleik Lífshlaupsins og voru heppnir vinningshafar dregnir út og myndasmiðir verðlaunaðir fyrir  góðar myndir. Hér að neðan eru allir vinningshafar í myndaleik Lífshlaupsins árið 2017.

Dómnefnd valdi mynd frá Hótel Framtíð sem mynd ársins og hljóta þau ostakörfu frá Mjólkursamsölunni. Það var greinilega jafn mikill metnaður lagður í myndatökuna og sjálfa keppnina, en Hótel Framtíð lenti í 1.sæti í bæði þátttökuhlutfalli og hreyfimínutum í sínum flokki. Við óskum þeim til hamingjum með glæsilega keppni í ár.

Dómnefndin valdi í 2.sæti kraftmikla mynd frá Perlu Dögg Þórðardóttur hjá Lyfju/Heilsuhúsið í Smáratorgi og hlýtur hún gjafabréf frá Joe & the Juice að launum.

Mikil stemmning var á fjölmörgum vinnustöðum í Lífshlaupinu og deildu margir skemmtilegum myndum með okkur. Hjá Arion banka var mikil metnaður og starfsfólk fór ekki varhluta af því að keppnin væri í fullum gangi. Þessi stemmning og metnaður skilaði Arion banka í efsta sæti í sínum fjöldaflokk og mörgum flottum myndum.

Þá var oft stillt upp í flottar hópmyndir eins og þessar hjá Ungmennafélagi Setbergsskóla og Landgræðslunni í Gunnarsholti.

Einnig var mikill metnaður og stemmning hjá Sjúkratryggingum Íslands sem að voru með heilsuviku samhliða Lífshlaupinu með heilsubingó, sprenghlægilegu hláturjóga, fyrirlestri um beinþynningu og fleira.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í myndaleiknum og einnig samstarfsaðilum okkar sem gáfu vinninga í leikina í Lífshlaupinu.