Myndastemmning og vinningshafi í myndaleiknum

08.02.2018

Það hefur verið góð myndastemmning í Lífshlaupinu fyrstu vikuna og í gær var dreginn fyrsti vinningshafinn í myndaleiknum. Það var hún Elín Birna Bjarnfinnsdóttir í liðinu Besta í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem var svo heppin að vera dregin út úr innsendum myndum og hlaut hún í verðlaun gjafabréf fyrir tvo í ásamt leigðum skautum Skautahöllinni í Laugardal.

Elín Birna hefur verið ötull myndasmiður í Lífshlaupinu 2018 sem og í fyrri keppnum og þökkum við henni kærlega fyrir að deila myndum með okkur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem hún hefur tekið á góðum Lífshlaups-göngutúrum á Suðurlandinu og deilt með okkur á síðustu dögum:

 

      

Aðrir myndasmiðir hafa einnig verið duglegir á þessari fyrstu Lífshlaupsviku og deilt með okkur skemmtilegum myndum. Sérstaklega er gaman að sjá að það er ekki eingöngu mannfólkið sem eru öflugir þátttakendur heldur eru gæludýrin líka að leggja sitt af mörkum við að halda eigendum sínum við efnið.

Fyrri myndin hér að neðan er eftir Bryndísi Evu Stefánsdóttur á Akureyri og með í mynd er hundurinn Sómi í snjóskreyttum vetrarbúningi og hin síðar er eftir Rósu Maríu Ingunnardóttur þar sem kötturinn Kókós er fararstjóri í fjallgöngu á Helgafellið í vetrardýrðinni. Við þökkum báðum myndusmiðum fyrir að deila með okkur myndunum með #lifshlaupid á Instagram og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama á Instagram, Facebook og heimasíðunni okkar.