Skráning enn opin og 5 daga reglan tekur gildi 12. febrúar

09.02.2018

Við minnum á að enn er hægt að skrá sig til þátttöku í Lífshlaupinu og gríðarlegur fjöldi þátttakenda hefur bæst við á síðustu dögum. Með þessu áframhaldi er möguleiki á að gera betur en í fyrra og við stefnum öll á sem glæsilegast Lífshlaup. 

Einnig viljum við minna á að 5 daga reglan tekur gildi frá og með 12. febrúar. En þá verður einungis hægt að skrá hreyfingu 5 daga aftur í tímann þannig að hún teljist með í keppninni. Það er því um að gera að skrá hreyfinguna sína jafnt og þétt og nýta helgina í að klára skráninguna fyrir næsta mánudag.

Að sjálfsögðu má ávallt skrá sína hreyfingu lengra aftur í tímann fyrir sitt eigið hreyfingarbókhald og allan ársins hring utan keppninnar. En til þess að hún teljist með í sjálfri keppninni sem nú er í fullum gír þá má lengst skrá hreyfingu 5 daga aftur í tímann frá og með mánudeginum 12. febrúar.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á tæknilegri aðstoð þá er endilega að hafa samband í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á lifshlaupid@isi.is