Vetrarmyndir og dregið í myndaleiknum á morgun

12.02.2018

Vetrarveðrið síðustu vikurnar hefur síður en svo verið Lífshlaupurum fjötur um fót og frekar verið hvatning til að bregða undir sig betri fætinum í snjógallanum. Á fyrsta degi Lífshlaupsins skellti liðið Gönguhrólfar hjá Verkís sér í fjallgöngu á Húsfellið og tóku þau þessa fjallmyndarlegu ljósmynd við það tækifæri.

Það eru fleiri hjá Verkís sem láta ekki veðrið ekki hindra sig í að fá góða hreyfingu. Þessar kröftugu konur á Byggingasviði og Orkusviði fyrirtækisins létu færðina ekki stoppa sig og skelltu sér út að hlaupa í dag enda hluti af öflugum hlaupahópi Verkís.

Þá eru margir sem hafa lagt snæviþakið land undir skíði eins og þessi mynd frá Heiðmörk tekin af Marrit Meintema ber með sér (vinstra megin). Pétur Ásgeirsson tók einnig skemmtilegt myndband af gönguskíðaferð við Hvaleyrarvatn. Skjáskot af þessu flotta myndbandi er hér fyrir neðan (hægra megin) en hægt er að skoða myndbandið á Instagram eftir þessari slóð.

 

En það eru ekki eingöngu skíðin sem eru notuð á frerann heldur hefur reiðfákurinn reynst fær í flestan snjó eins og sjá má á þessum myndum frá henni Jónu Lind frá Ísafirði og honum Hadd Áslaugssyni frá Fljótsdalshéraði.

 

Á morgun verður dregið í myndaleik Lífshlaupsins og þessar myndir eru komnar í lukkupottinn ásamt öllum hinum sem deilt hefur verið með okkur hingað til í keppninni Við hvetjum alla myndasmiði til að bæta sínum myndum í sarpinn og eiga möguleika á vænum vinningum fyrir það eitt að smella og deila.