Myndaleikur og vinningshafar vikunnar í skráningarleiknum

15.02.2018

Virkir þátttakendur í Lífshlaupinu nálgast 16 þúsund manns og hafa margir þeirra dottið í lukkupottinn í skráningarleiknum okkar í annarri viku keppninnar. Allir sem skrá sig til leiks og eru virkir í að skrá hreyfingu eiga möguleika á því að vinna vinninga frá gjafmildum samstarfsaðilum okkar.

Við minnum á að seinna í dag verður dregið í myndaleiknum okkar og því um að gera að deila með okkur myndum á InstagramFacebook og hér á heimasíðunni.

Hér eru vinningshafar í skráningarleiknum í öllum keppnum í annarri viku í Lífshlaupinu:

Grunnskólakeppnin - vinningur er kókómjólk fyrir allan bekkinn frá Mjólkursamsölunni

6.AP í Grunnskóla Vestmannaeyja.

1.-2. bekkur í Valsárskóla á Svalbarðsströnd.

4. bekkur í Grunnskólanum í Borgarnesi.

6.b Korpa í Kelduskóla í Reykjavík.

5.-6.7. í Reykjahlíðarskóla við Mývatn.

Framhaldsskólakeppnin - vinningur er kassi af Hleðslu frá Mjólkursamsölunni

Heiða Halls í liðinu Skólavörðuholt í Tækniskólanum.

Elísa Dóra Theodórsdóttir í liðinu Umhverfisráð við Fjölbrautarskólann við Ármúla.

Freyja María í liðinu NEMENDUR FVA í Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Kristján Gabríel Þórhalldsson í liðinu 4.J í Menntaskólanum í Reykjavík.

Jónína Hlín í Borgarholtsskóla.

Vinnustaðakeppnin - vinningar frá Klifurhúsinu, Skautahöll Reykjavíkur, Lemon, Keiluhöllinni Egilshöll og Joe & the Juice.

Sesselja Pétursdóttir í liðinu Lipurtær hjá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Hildigunnur Jónsdóttir í liðinu Yngsta stig-kennarar í Álfhólsskóla.

Jóhann Guðjónsson í liðinu Skógarpúkar hjá Norðurál.

Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í liðinu Gönguhópur B12 hjá Air Iceland Connect.

Guðrún María Sæmundsdóttir í liðinu Yngsta stig í Vallaskóla.

Haft verður samband við alla vinningshafa með tölvupósti eða símleiðis og þeir geta sótt sína vinninga á skrifstofu ÍSÍ á 4.hæð á Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Einnig geta þeir haft samband á lifshlaupid@isi.is eða í síma 514-4000.