Besta mynd Lífshlaupsins 2018

06.03.2018

Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu um bestu myndina í myndaleik Lífshlaupsins 2018 og hlutskörpust í stigagjöfinni varð mynd Guðlaugs H. Sigurjónssonar í liðinu Umhverfissvið hjá vinnustaðnum Ráðhús Reykjanesbæjar. Myndin fangar fallega litasamsetningu í náttúrudýrðinni við fjallgöngu á Þorbjörn með góðri tengingu við holla hreyfingu fyrir líkama og sál. Guðlaugur hefur átt kröftugt Lífshlaup í ár með fjölbreyttri hreyfingu við ólympískar lyftingar, crossfit, spinning, fjallgöngu, blak o.fl. Hans lið varð hlutskarpast innan Ráðhúss Reykjanesbæjar og vinnustaðurinn átti frábæra keppni og endaði í 4.sæti í hlutfalli mínútna og daga í sínum fjöldaflokki í vinnustaðakeppninni.

 Í verðlaun hlýtur Guðlaugur veglega ostakörfu frá Mjólkursamsölunni, kassa af Hleðslu, loyalty-kort fyrir 10 djúsa frá Joe & the Juice og gjafakort frá Klifurhúsinu í klifur fyrir tvo.

Það var margt um flottar myndir í ár og hér fyrir neðan má sjá nokkur skemmtileg sýnishorn af þeim sem komust hátt á blað hjá dómefndinni. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í myndaleiknum kærlega fyrir þeirra myndrænu framlög og einnig fyrir þátttökuna í Lífshlaupinu 2018.