Vandræði við skráningu?

01.02.2019

Nú er skráning fyrir Lífshlaupið í fullum gangi. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig keppnin fer fram, hvernig reglurnar eru og hvernig maður skráir sig.

Við minnum á eftirfarandi atriði er koma að vinnustaðakeppninni:

  • Það þarf ekki að nýskrá fyrirtæki sem hefur áður tekið þátt
  • Það þarf að stofna ný lið en liðin frá því í fyrra eru ekki skráð
  • Starfsfólk sem ætlar að taka þátt þarf að skrá sig inn á sínum persónulega aðgang, og annaðhvort "stofna lið" eða "ganga í lið" sem samstarfsaðili er þegar búinn að stofna.
  • Einstaklingur sem kominn er í lið, skráir sína hreyfingu á sitt svæði en á meðan á keppninni stendur þá "lánar" viðkomandi hreyfinguna sína í keppnina fyrir fyritækið.
  • Að lokum bendum við á að hér er hægt að skoða hvernig maður skráir sig og hér er hægt að lesa helstu reglurnar
  • Ef vandræði koma upp við skráningu, eða ef fyrirspurnir vakna má endilega senda á lifshlaupid@isi.is