Leiðrétting á starfsma- og nemendafjölda

08.02.2019

Mikilvægt er að starfsmanna- og nemendafjöldi sé rétt skráður fyrir vinnustaði og grunn- og framhaldsskóla. Þannig er tryggt að viðkomandi fyrirtæki eða skóli sé að keppa í réttum fjöldaflokki. Einnig er ekki hægt að skrá fleiri liðsmenn samtals innan fyrirtækis og skóla heldur en skráður heildarfjöldi segir til um.

Við óskum eftir því að breytingar á fjölda séu sendar til okkar á lifshlaupid@isi.is og við græjum það í snatri.

Því er um að gera að athuga með skráðan starfsmanna- eða nemendafjölda til að tryggja að hann sé örugglega réttur. Upplýsingar um fjöldann sem er skráður má sjá með því að fara á forsíðu Lífshlaupsins og smella "Staðan". Þar þarf að velja í "Vinnustaðakeppni" velja "Sjá alla vinnustaði" og finna sinn vinnustað og smella á hann.

Sama gildir um skólana þar sem farið er í Staðan undir grunnskóla- eða framhaldsskólakeppnum.