Fimm daga reglan

11.02.2019

Eins og kemur fram á heimasíðu Lífshlaupsins á fimm daga reglan að taka gildi 18. febrúar næstkomandi. Þegar fimm daga reglan tekur gildi á einungis að vera hægt að skrá hreyfingu fimm daga aftur í tímann. Fyrir mistök var fimm daga reglan sett á strax í upphafi Lífshlaupsins en verið er að vinna í því að laga það.

Þátttakendur í Lífshlaupinu sem hafa reynt að skrá aftur í tímann en ekki getað það meiga búast við því að þetta verði komið í lag síðar í dag. 

En munið svo að skrá reglulega eftir að fimm daga reglan tekur gildi þann 18. febrúar. 

Gangi ykkur vel í Lífshlaupinu 2019!!