Jóhanna Fríða sótti vinningana

07.03.2019

Eins og kom fram í fyrri frétt var sigurvegari í myndaleik Lífshlaupsins 2019 hún Jóhanna Fríða Dalkvist.

Hún fékk nuddrúllu og bolta frá Hreysti sem og 1 mánaða kort í World Class. Jóhanna Fríða sótti vinningana sína í vikunni og fengum við að taka af henni mynd með vinningana sína. VIð óskum Jóhönnu Fríðu aftur til hamingju og þökkum henni þátttökuna í Lífshlaupinu 2019.

Þar að auki þökkum við ykkur öllum fyrir þátttökuna í ár og hvetjum ykkur að sjálfsögðu til þess að halda áfram að hreyfa ykkur og nota heimasíðuna til að halda utan um ykkar hreyfingu.