Félag eldri borgara á Húsavík

15.02.2021

Eins og komið hefur fram er Lífshlaupið fyrir alla, óháð aldri, bakgrunn og líkamlegu ástandi. Lífshlaupið fékk senda frásögn frá Félagi eldri borgara á Húsavík sem eru sannarlega að taka Lífshlaupið með trompi.

Þau tóku sig saman og stofnuðu lið í vinnustaðakeppninni og eru nú komin með yfir 60 þátttakendur í liðinu. Í frásögn frá Félagi eldri borgara á Húsavík kemur fram að allir Heldri borgarar séu búnir að vera úti að ganga, í sundi, á skíðum, að pútta, í Boccia, í jóga og fleira. Það var sérstaklega tekið dæmi um einn 85 ára sem fer daglega í sund á morgnana frá 7:00 - 8:00 og fer svo á gönguskíði eftir hádegi og endar á að fara aftur í sund síðdegis og heita pottinn!

Það ættu allir að taka Félag eldri borgara á Húsavík sér til fyrirmyndar.