Skráningarhluti Lífshlaupsins liggur niðri

15.06.2021

Svo virðist sem að skráningarhlutinn á heimasíðu Lífshlaupsins liggi niðri. 
Viðgerðir standa yfir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér fyrir þá sem eru duglegir að skrá. Vonandi verður þetta komið í lag innan skamms!