Nýr liðsmaður býður samþykkis

25.01.2022

Núna þurfa liðsstjórar að samþykkja nýja liðsmenn í liðið sitt. Liðsstjóri fær tölvupóst um að ákveðinn liðsmaður óski eftir að skrá sig í liðið með yfirskriftinni "Ný liðsmaður bíður samþykkis 

Pósturinn sem kemur lítur svona út.

Hæ!

Nýr liðsmaður hefur óskað eftir aðild að liðinu þínu,nafn fyrirtækis
Nafn:Jón Jónsson
Notandanafn:Nonni123

Skráðu þig inná mínar síður á Lífshlaupinu til að samþykkja liðsmanninn inn í liðið ef við á.

Kv,
Lífshlaupið

Að stofna lið.
Það er gert með því að velja hnappinn „Liðin mín“ og svo „Stofna lið“. Kerfið leiðir þig áfram þar til búið er að stofna liðið. Vinnustaðir geta verið með eins mörg lið og hentar best á hverjum stað fyrir sig. Sá sem stofnar liðið verður sjálfkrafa „liðstjóri í því liði og hefur yfirsýn yfir hreyfingu allra þátttakenda í því liði.

Að ganga í lið
Þegar búið er að stofna lið innan vinnustaðarins er hægt að ganga í lið. Það er gert með því að skrá sig inn á notendanafni og lykiorði.
Undir Mínar síður velur þú Liðin mín og Ganga í lið. Þar er hægt að velja vinnustaðinn úr lista og svo er valið það lið sem viðkomandi  vilt ganga í á sínum vinnustað.
Liðsstjóri þarf að samþykkja alla inn í liðið

Hlutverk liðsstjóra felast í því að halda utan um liðið sitt á einn eða annan hátt.
Liðsstjóri sér um að skrá liðið til þátttöku og hvetja sína liðsmenn til dáða. Liðsstjóri samþykkir liðsmenn.
Liðsstjóri er tengiliður sinna liðsmanna við umsjónarmenn átaksins
Mikilvægt er að liðsstjóri komi öllum helstu upplýsingum frá umsjónaraðilum Lífshlaupsins áfram til sinna liðsmanna og sé sjálfur vakandi fyrir öllum þeim upplýsingum sem berast.

Á vefnum er auðvelt að fylgjast með árangri mismunandi liða innan vinnustaðar (með því að smella á nafn vinnustaðarins) og því lítið mál að búa til innanhúskeppni samhliða. Vinnustaðir sem standa fyrir innanhúskeppni milli liða geta sett sínar eigin keppnisreglur ef þeir kjósa það.

Athugið að margir vinnustaðir t.d. innan sveitarfélaga hafa sömu kennitölu og sveitarfélagið. Ef viðkomandi vinnustaður vill keppa undir sínum merkjum er mikilvægt að notast sé við aðra kennitölu þegar vinnustaðurinn er skráður til leiks (t.d. kennitölu eins starfsmanns).