Verðlaunaafhending á morgun

24.02.2022

ÍSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Lífshlaupinu 2022!

Síðasti dagur Lífshlaupsins 2022 var þann 22. febrúar fyrir vinnustaði en 15. febrúar fyrir skóla. Hægt er að skrá hreyfingu þar til kl. 12:00 í dag og það er því um að gera að drífa í því að skrá alla hreyfingu sem þið eruð ekki búin að setja í kerfið. Hægt er að skoða stöðuna með því að smella hér.

Við hvetjum alla til að halda áfram að hreyfa sig reglulega og hvetja samstarfsfólkið sitt áfram til þess að hreyfa sig. Við minnum á að það er hægt að nýta Lífshlaupssíðuna allt árið um kring til að skrá og halda utan um hreyfinguna sína.

Verðlaunaafhending fer fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum á morgun, föstudaginn 25. febrúar klukkan 12:00. Léttar veitingar verða í boði. Þeir skólar og vinnustaðir sem eru í verðlaunasætum eru hvattir til þess að senda 1-2 fulltrúa og láta okkur vita á lifshlaupid@isi.is   

ÍSÍ þakkar samstarfsaðilum Lífshlaupsins fyrir stuðninginn en þeir eru Advania, Rás 2. Ávaxtabílnum og MS
Skautahöllinni, Klifurhúsinu, World Class, Primal Iceland,Lemon og Ávaxtabílnum og þá sérstaklega fyrir að gjafmildina í skráningar og myndaleik Lífshlaupsins.

lógó