ÚRSLIT í vinnustaða-, grunnskóla og framhaldsskólakeppnum Lífshlaupsins 2018

22.02.2018

Þá er vinnustaða- og skólakeppnum Lífshlaupsins lokið og úrslit orðin ljós. Í ár voru 15.774 manns virkir þátttakendur í keppninni í 1.628 liðum. Skráðar voru 12.978.038 hreyfimínúta og 166.284 dagar sem náðu daglegu lágmarksviðmiði.

Hér er hægt að kynna sér öll úrslit keppninnar. Við hvetjum ykkur svo til þess að halda áfram að skrá ykkar hreyfingu inn á vefinn og halda þannig utan um ykkar hreyfingu og vera með í einstaklingskeppninni. Þið getið nálgast allar upplýsingar um einstaklingkeppnina hér.

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram á morgun föstudaginn 23. febrúar kl. 12:10 í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Þar bjóðum við alla hjartanlega velkomna. Endilega sendið okkur póst á lifshlaupid@isi.is ef að þið ætlið að mæta.

Við minnum á að hægt er að skoða myndir á Instagram-síðu Lífshlaupsins eða myndir merktar Lífshlaupinu með #lifshlaupid eða #lífshlaupið . Einnig eru myndir hér á heimasíðunni

ÍSÍ þakkar ykkur fyrir góðar viðtökur og skemmtilegt Lífshlaup 2018. Við minnum á næstu verkefni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ :

Hjólað í vinnuna 2.-22. maí 2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2. júní 2018