Fréttir

Skrifað af: kristinbo
07.03.2019

Jóhanna Fríða sótti vinningana

Eins og kom fram í fyrri frétt var sigurvegari í myndaleik Lífshlaupsins 2019 hún Jóhanna Fríða Dalkvist. Hún fékk nuddrúllu og bolta frá Hreysti sem og 1 mánaða kort í World Class. Jóhanna Fríða sótti vinningana sína í vikunni og fengum við að taka af henni mynd með vinningana sína. VIð óskum Jóhönnu Fríðu aftur til hamingju og þökkum henni þátttökuna í Lífshlaupinu 2019.

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
04.03.2019

Sigurvegari í myndaleik Lífshlaupsins

Þá er búið að velja sigurvegara í myndaleik Lífshlaupsins 2019. Það er hún Jóhanna Fríða Dalkvist sem á sigurmyndina í ár sem er töff og táknræn fyrir Lífshlaupið að mörgu leyti.

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
01.03.2019

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2019 fór fram í dag

Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum í hádeginu í dag á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2019 sem fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár voru 17.139 þátttakendur í 1.508 liðum og voru alls 15.643.106 hreyfimínútur skráðar.

Lesa meira